Yankees og White Sox spila alvöru leik á "Field of Dreams“ vellinum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 11:30 Þekkt atriði úr myndinni Field of Dreams sem kom í bíó árið 1989. AP/Charlie Neibergall Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira