Yankees og White Sox spila alvöru leik á "Field of Dreams“ vellinum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 11:30 Þekkt atriði úr myndinni Field of Dreams sem kom í bíó árið 1989. AP/Charlie Neibergall Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira