Innlent

Hvalreki á Eystri Fellsfjöru

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd af hræinu sem birt er á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.
Mynd af hræinu sem birt er á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.
Hval rak á land í Eystri-Fellsfjöru neðan við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Greint er frá þessu á vef Vatnajökulsþjóðgarðs en þar segir að dýrið sé grindhvalur sem líklega hefur drepist fyrir einhverju síðan. Dýrið hefur svo velkst um í fjörunni og er nú kominn alveg vestast í fjöruna, þar sem mesti ferðamannastraumurinn er.

Hvalurinn verður að öllum líkindum fjarlægður við fyrsta tækifæri. Á vef þjóðgarðsins segir að sjái venjulega um að farga dýrinu en þar sem svo margir ferðamenn venja komur sínar á svæðið er nauðsynlegt að farga því. Þetta sé í fyrsta sinn sem hval reki á land á svæðinu, síðan Breiðamerkursandur varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2017. Landverðir á svæðinu tóku sýni úr hræinu sem var svo sent til Náttúrufræðistofnunar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×