Brjálaðir yfir því að Ronaldo kom ekki við sögu og hóta lögsókn Anton Ingi Leifsson skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ronaldo heilsar áhorfendur. vísir/getty Suður-kóreskir knattspyrnuáhugamenn eru ekki sáttir með framgöngu Juventus sem létu Cristiano Ronaldo sitja allan tímann á bekknum er liðið mætti stjörnuliði K-deildarinnar í Suður-Kóreu. Þegar samið var við Juventus um leikinn var í samningnum að Portúgalinn myndi í það minnsta spila í 45 mínútur. Það varð ekki raunin og Ronaldo sat allan tímann á bekknum. Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem höfðu keypt miða á leikinn og voru þeir byrjaðir að syngja nafn Lionel Messi á pöllunum til þess að sýna ósætti sitt. Nú hafa nokkrir leitað til lögfræðistofunnar Myungan í Seoul vegna málsins. Þeir vilja fá skaðabætur upp á tæp 70 þúsund vonn, sem jafngildir 50 pundum en 50 pund kostaði á leikinn. Það er ekki það eina sem þeir vilja fá því þeir vilja einnig þúsund vonn í þóknun og að lokum eina milljón vonn hver og einn þeirra því þetta hafi valdið þeim hugarangri. „Þetta er átakanlegt fyrir stuðningsmennina, því þeir elska Ronaldo og vilja vera hann en þeir geta það ekki þegar svona staða kemur upp,“ sagði einn lögmaðurinn í samtali við Reuters.Angry South Korean football fans are seeking compensation after Cristiano Ronaldo who was contracted to play 45 minutes, failed to take to the pitch during a pre-season friendly. More here https://t.co/8wlN7sxGr5pic.twitter.com/SzawYO8aKj — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019 Robin Chang, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sem sá um leikinn milli Juventus og stjörnuliðsins, brotnaði niður í viðtali eftir leikinn og skildi ekkert í því afhverju Juventus hafi brotið samninginn. „Þegar ég fór og ræddi við Pavel Nedved, varaforseta Juventus, þá var það eina sem hann sagði að hann vildi einnig að Ronaldo myndi hlaupa en það gerði hann ekki. Fyrirgefðu og það er ekkert sem ég get gert, sagði hann,“ sagði Robin. Suður-kóreska knattspyrnusambandsins hefur nú þegar sent Juventus bréf þar sem kvartað er undan framkomu félagsins en margir stuðningsmenn Ronaldo hafa látið hann finna til tevatnsins á samfélagsmiðlum eftir atvikið. Ítalski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira
Suður-kóreskir knattspyrnuáhugamenn eru ekki sáttir með framgöngu Juventus sem létu Cristiano Ronaldo sitja allan tímann á bekknum er liðið mætti stjörnuliði K-deildarinnar í Suður-Kóreu. Þegar samið var við Juventus um leikinn var í samningnum að Portúgalinn myndi í það minnsta spila í 45 mínútur. Það varð ekki raunin og Ronaldo sat allan tímann á bekknum. Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem höfðu keypt miða á leikinn og voru þeir byrjaðir að syngja nafn Lionel Messi á pöllunum til þess að sýna ósætti sitt. Nú hafa nokkrir leitað til lögfræðistofunnar Myungan í Seoul vegna málsins. Þeir vilja fá skaðabætur upp á tæp 70 þúsund vonn, sem jafngildir 50 pundum en 50 pund kostaði á leikinn. Það er ekki það eina sem þeir vilja fá því þeir vilja einnig þúsund vonn í þóknun og að lokum eina milljón vonn hver og einn þeirra því þetta hafi valdið þeim hugarangri. „Þetta er átakanlegt fyrir stuðningsmennina, því þeir elska Ronaldo og vilja vera hann en þeir geta það ekki þegar svona staða kemur upp,“ sagði einn lögmaðurinn í samtali við Reuters.Angry South Korean football fans are seeking compensation after Cristiano Ronaldo who was contracted to play 45 minutes, failed to take to the pitch during a pre-season friendly. More here https://t.co/8wlN7sxGr5pic.twitter.com/SzawYO8aKj — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019 Robin Chang, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sem sá um leikinn milli Juventus og stjörnuliðsins, brotnaði niður í viðtali eftir leikinn og skildi ekkert í því afhverju Juventus hafi brotið samninginn. „Þegar ég fór og ræddi við Pavel Nedved, varaforseta Juventus, þá var það eina sem hann sagði að hann vildi einnig að Ronaldo myndi hlaupa en það gerði hann ekki. Fyrirgefðu og það er ekkert sem ég get gert, sagði hann,“ sagði Robin. Suður-kóreska knattspyrnusambandsins hefur nú þegar sent Juventus bréf þar sem kvartað er undan framkomu félagsins en margir stuðningsmenn Ronaldo hafa látið hann finna til tevatnsins á samfélagsmiðlum eftir atvikið.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira