Mál Seðlabanka fær flýtimeðferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. júlí 2019 06:30 Már Guðmundsson fráfarandi Seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dómari hefur fallist á beiðni Seðlabanka Íslands um flýtimeðferð á máli bankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Í málinu krefst Seðlabankinn ógildingar á niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði fyrr í mánuðinum að Seðlabankanum væri skylt að afhenda blaðamanninum umbeðin gögn um námsstyrk bankans til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins árið 2016. Ari óskaði fyrst eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um námsstyrk sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, í nóvember í fyrra, fyrir átta mánuðum. Seðlabankinn synjaði beiðninni með vísan til undanþágureglna í upplýsingalögum. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu að bankanum væri skylt að afhenda umbeðin gögn. Bankinn óskaði í kjölfarið eftir því að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað meðan skylda bankans til að afhenda gögnin yrði borin undir dómstóla, eins og heimilt er samkvæmt upplýsingalögum. Nefndin féllst á þá beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu sé vísað til dómstóla innan sjö daga og að óskað sé eftir flýtimeðferð fyrir dómi. Lögmaður bankans sendi Héraðsdómi Reykjaness slíka beiðni á mánudag og féllst dómari á þá beiðni í gær. Í kjölfarið var réttarstefna gegn Ara gefin út. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Dómari hefur fallist á beiðni Seðlabanka Íslands um flýtimeðferð á máli bankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Í málinu krefst Seðlabankinn ógildingar á niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði fyrr í mánuðinum að Seðlabankanum væri skylt að afhenda blaðamanninum umbeðin gögn um námsstyrk bankans til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins árið 2016. Ari óskaði fyrst eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um námsstyrk sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, í nóvember í fyrra, fyrir átta mánuðum. Seðlabankinn synjaði beiðninni með vísan til undanþágureglna í upplýsingalögum. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu að bankanum væri skylt að afhenda umbeðin gögn. Bankinn óskaði í kjölfarið eftir því að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað meðan skylda bankans til að afhenda gögnin yrði borin undir dómstóla, eins og heimilt er samkvæmt upplýsingalögum. Nefndin féllst á þá beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu sé vísað til dómstóla innan sjö daga og að óskað sé eftir flýtimeðferð fyrir dómi. Lögmaður bankans sendi Héraðsdómi Reykjaness slíka beiðni á mánudag og féllst dómari á þá beiðni í gær. Í kjölfarið var réttarstefna gegn Ara gefin út. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira