Lundaveiði fyrir veitingastaði er vandamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 07:00 Erpur Snær fuglafræðingur. Mynd/Óskar Friðriksson. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00