Skildu hundruð barna frá foreldrum sínum þrátt fyrir lögbann Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 12:36 Mæðgin bíða eftir að sæka um hæli í Bandaríkjunum í Tijuana. Þrátt fyrir lögbann hefur ríkisstjórn Trump forseta haldið áfram að skilja börn að frá foreldrum sínum. AP/Gregory Bull Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur skilið fleiri en níu hundruð börn frá fjölskyldum sínum á landamærunum að Mexíkó frá því dómari skipaði henni að afnema aðskilnaðarstefnuna fyrir um ári. Í sumum tilfellum gefa yfirvöld upp smávægilegar ástæður til að taka börn af foreldrum sínum. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) lögðu fram ný skjöl sem þau fengu frá dómsmálaráðuneytinu í dómsmáli gegn alríkisstjórninni í gær. Samkvæmt þeim hafa 911 börn verið skilin frá fjölskyldum sínum síðasta árið. Yfirvöld hafi notað átyllur eins og að ekki hafi verið skipt um bleyju á börnum eða umferðarsektir foreldranna til að stía fjölskyldum í sundur. Fjölskylduaðskilnaðarstefna Trump vakti mikla reiði og fordæmingu þegar í ljós kom að á þriðja þúsund börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum og forráðamönnum síðasta sumar. Sökum skipulagsleysis alríkisstjórnarinnar hefur enn ekki tekist að koma öllum börnunum aftur til fjölskyldna sinna. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að Barack Obama, forveri hans í embætti, hafi komið stefnunni á. Í raun og veru var það þó ákvörðun dómsmálaráðuneytis hans um að handtaka alla þá sem koma ólöglega til Bandaríkjanna og halda þeim þar til dómstólar afgreiða mál þeirra sem varð til þess að fjölskyldum var sundrað. Sama dag og Trump ákvað að leggja stefnuna að skipaði dómari í Kaliforníu ríkisstjórn hans að hætta aðskilnaðinum með þeirri einu undantekningu foreldrarnir ógnuðu öryggi eða velferð barna sinna.Börn sofa á dýnu á gólfi innflytjendaskýlis í Mexíkó.AP/Marco UgarteBlaut bleyja og talmein föður leiddu til aðskilnaðarNew York Times segir að úr gögnunum sem ACLU lagði fram megi ráða að yfirvöld hafi stíað fjölskyldunum í sundur oftar undanfarna mánuði. Að nafninu til sé það gert til að gæta velferðar barnanna en í mörgum tilfellum sé ástæðan minniháttar brot foreldranna eins og búðarhnupl eða ölvun á almannafæri. Samtökin krefjast þess að skýrt verði undir hvaða kringumstæðum börn séu tekin af foreldrum sínum og að það verði aðeins gert þar sem skýrar vísbendingar séu um að börnunum stafi raunveruleg hætta af foreldrum sínum eða foreldrið sé vanhæft til að annast barn. Saka þau stjórnvöld um að fara í kringum lögbannið við aðskilnaði fjölskyldna með því að látast gæta velferðar barnanna. Þau nefna dæmi þar sem eins árs gamalt barn var tekið af föður þess eftir að vörður í landamýraskýli gagnrýndi hann fyrir að láta það sofa með blauta beyju og kallaði hann slæman föður. Fjögurra ára gamall drengur var tekinn af föður sínum þar sem talmein föðurins þýddi að hann gat ekki svarað spurningum yfirvalda þrátt fyrir að vísbendingar væru um að hann væri raunverulegur faðir drengsins. Um fimmtungur barnanna sem hafa verið tekin af fjölskyldu sinni eru yngri en fimm ára, að sögn AP-fréttastofunnar. Flestir foreldarnir fengu ekki að vita hvar börnin þeirra væru í fleiri vikur. Sumir þeirra vissu ekki hvers vegna börnin hefðu verið tekin af þeim. Börnin voru að meðaltali í haldi alríkisstjórnarinnar í 68 daga. Fjögur börn hafi verið fjarri fjölskyldu sinni í meira en 300 daga. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Sérfræðingar segja að börn sem eru vistuð í skýlum mörg saman verði fyrir andlegum skaða. Hundruðum þeirra hefur verið haldið í yfirfullum skýlum bandarískra landamærayfirvalda, stundum í meira en viku. 31. maí 2019 10:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur skilið fleiri en níu hundruð börn frá fjölskyldum sínum á landamærunum að Mexíkó frá því dómari skipaði henni að afnema aðskilnaðarstefnuna fyrir um ári. Í sumum tilfellum gefa yfirvöld upp smávægilegar ástæður til að taka börn af foreldrum sínum. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) lögðu fram ný skjöl sem þau fengu frá dómsmálaráðuneytinu í dómsmáli gegn alríkisstjórninni í gær. Samkvæmt þeim hafa 911 börn verið skilin frá fjölskyldum sínum síðasta árið. Yfirvöld hafi notað átyllur eins og að ekki hafi verið skipt um bleyju á börnum eða umferðarsektir foreldranna til að stía fjölskyldum í sundur. Fjölskylduaðskilnaðarstefna Trump vakti mikla reiði og fordæmingu þegar í ljós kom að á þriðja þúsund börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum og forráðamönnum síðasta sumar. Sökum skipulagsleysis alríkisstjórnarinnar hefur enn ekki tekist að koma öllum börnunum aftur til fjölskyldna sinna. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að Barack Obama, forveri hans í embætti, hafi komið stefnunni á. Í raun og veru var það þó ákvörðun dómsmálaráðuneytis hans um að handtaka alla þá sem koma ólöglega til Bandaríkjanna og halda þeim þar til dómstólar afgreiða mál þeirra sem varð til þess að fjölskyldum var sundrað. Sama dag og Trump ákvað að leggja stefnuna að skipaði dómari í Kaliforníu ríkisstjórn hans að hætta aðskilnaðinum með þeirri einu undantekningu foreldrarnir ógnuðu öryggi eða velferð barna sinna.Börn sofa á dýnu á gólfi innflytjendaskýlis í Mexíkó.AP/Marco UgarteBlaut bleyja og talmein föður leiddu til aðskilnaðarNew York Times segir að úr gögnunum sem ACLU lagði fram megi ráða að yfirvöld hafi stíað fjölskyldunum í sundur oftar undanfarna mánuði. Að nafninu til sé það gert til að gæta velferðar barnanna en í mörgum tilfellum sé ástæðan minniháttar brot foreldranna eins og búðarhnupl eða ölvun á almannafæri. Samtökin krefjast þess að skýrt verði undir hvaða kringumstæðum börn séu tekin af foreldrum sínum og að það verði aðeins gert þar sem skýrar vísbendingar séu um að börnunum stafi raunveruleg hætta af foreldrum sínum eða foreldrið sé vanhæft til að annast barn. Saka þau stjórnvöld um að fara í kringum lögbannið við aðskilnaði fjölskyldna með því að látast gæta velferðar barnanna. Þau nefna dæmi þar sem eins árs gamalt barn var tekið af föður þess eftir að vörður í landamýraskýli gagnrýndi hann fyrir að láta það sofa með blauta beyju og kallaði hann slæman föður. Fjögurra ára gamall drengur var tekinn af föður sínum þar sem talmein föðurins þýddi að hann gat ekki svarað spurningum yfirvalda þrátt fyrir að vísbendingar væru um að hann væri raunverulegur faðir drengsins. Um fimmtungur barnanna sem hafa verið tekin af fjölskyldu sinni eru yngri en fimm ára, að sögn AP-fréttastofunnar. Flestir foreldarnir fengu ekki að vita hvar börnin þeirra væru í fleiri vikur. Sumir þeirra vissu ekki hvers vegna börnin hefðu verið tekin af þeim. Börnin voru að meðaltali í haldi alríkisstjórnarinnar í 68 daga. Fjögur börn hafi verið fjarri fjölskyldu sinni í meira en 300 daga.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Sérfræðingar segja að börn sem eru vistuð í skýlum mörg saman verði fyrir andlegum skaða. Hundruðum þeirra hefur verið haldið í yfirfullum skýlum bandarískra landamærayfirvalda, stundum í meira en viku. 31. maí 2019 10:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Sérfræðingar segja að börn sem eru vistuð í skýlum mörg saman verði fyrir andlegum skaða. Hundruðum þeirra hefur verið haldið í yfirfullum skýlum bandarískra landamærayfirvalda, stundum í meira en viku. 31. maí 2019 10:31