Lífskjaraflótti Óttar Guðmundsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar