Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 21:00 Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður. Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira