Umboðsmaður Bale segir Zidane vera til skammar Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Zidane að ýta Bale burt frá Real Madrid Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira