Umboðsmaður Bale segir Zidane vera til skammar Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Zidane að ýta Bale burt frá Real Madrid Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Í beinni: Tottenham - Wolves | Úlfarnir komnir á bragðið og leita að næstu bráð Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Sjá meira
Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Í beinni: Tottenham - Wolves | Úlfarnir komnir á bragðið og leita að næstu bráð Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Sjá meira