Kemur á óvart að flugfargjöld hækki ekki meira í verði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 14:39 Greiningaraðilar áttu von á því að flugfargjöld myndu hækka meira vegna minnkandi samkeppni eftir gjaldþrot WOW air. vísir/vilhelm Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér. Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér.
Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira