Formaður Trans Ísland segir skopteiknara Moggans til syndanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 22:14 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur og baráttujaxl í mannréttindabaráttu trans- og intersexfólks á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar má sjá karlmann sem kominn er inn í sturtuklefa kvenna í sundi, þar sem hann segist vera búinn að „láta skrá sig sem konu“ í þjóðskrá. Segir Ugla Stefanía myndina vera misheppnaða túlkun á aðstæðum eða atburðum. Myndin var teiknuð af Helga Sigurðssyni. „Það er gífurlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvers vegna svona „húmor“ er beinlínis hræðsluáróður og er ekki merki um sérstaklega góða né beitta kímnigáfu,“ skrifar Ugla Stefanía á Facebook í dag. Hún segir skopmyndina gefa í skyn að nú muni karlmenn hreinlega arka í kvennaklefa sundlauga landsins eftir að hafa fengið kynskráningu sinni breytt. Það segir hún ólíklegt og bendir á að slík sé ekki venjan í öðrum löndum sem bjóða upp á breytingu kynskráningar. Breyting kynskráningar sé tímafrek og dýr. „Þessi rök eru þekkt stef hjá þeim sem beita sér gegn réttindum trans fólks, og grípa því til þess að gera sér upp aðstæður sem eru ólíklegar til að verða að veruleika—einfaldlega til þess að ala á ótta og grafa undan réttindabaráttu trans fólks,“ skrifar Ugla Stefanía og bendir á að slíkt sé þekkt hjá hópum sem beiti sér gegn annars konar réttindabaráttu, til að mynda rétti kvenna til meðgöngurofs. Þá bendir Ugla Stefanía einnig á að ef ske kynni að karlmenn tækju upp á því að misnota lög um kynskráningu í annarlegum tilgangi væru nú þegar til staðar lög sem vernda fólk gegn mismunun og áreiti. Því skipti kynskráning viðkomandi engu máli. Eins bendir hún á að almennt krefjist sundlaugar ekki skilríkja áður en gengið er til klefa. „Þannig að ef það væri almennt vandamál að karlar væru að ryðjast inn í kvennaklefa, þá væru þeir þegar að því. Þessi lög skapa því enga hættu sem er ekki þegar til staðar.“Segir óttann ekki byggðan á nokkrum rökum Ugla Stefanía heldur áfram: „Að láta trans fólk gjalda fyrir það sem karlmenn myndu hugsanlega gera þrátt fyrir að ekki séu til nein fordæmi fyrir því viðheldur mjög sterku kynjakerfi í okkar samfélagi þar sem gjörðir karla—jafnvel hugsanlegar—virðast stjórna því hvernig okkar samfélag er uppbyggt.“ Ugla Stefanía segir slíkan ótta hafa lítil rök á bak við sig. „Mikilvægt er að við látum ekki óttann ná völdum og koma í veg fyrir mikilvægar réttarbætur fyrir fólk. Þessi lagasetning þýðir einfaldlega að nú geti trans fólk breytt kyni sínu í Þjóðskrá af eigin frumkvæði og þarfnist ekki samþykkis utanaðkomandi aðila. Hún mun því ekki koma til með að hafa nein áhrif á nokkurn annan en fólkið sem hún er sniðin að,“ segir Ugla Stefanía og vísar þar til nýsamþykktra laga um kynskráningu í þjóðskrá, sem auðveldar fólki að skrá sig við annað kyn en því var úthlutað við fæðingu.„Helgi Sigurðsson ætti að skammast sín“ Ugla Stefanía bendir á að fólk sem gefur út efni fyrir almenning, líkt og Helgi Sigurðsson, teiknari Morgunblaðsins, búi yfir gríðarlegri ábyrgð. „Ábyrgð sem hann hefur um árabil notað í mjög hættulegan áróður sem byggir á illa upplýstum skoðunum hans og eru oft lítið annað en hræðsluáróður.“ Segir hún Helga geta tönnlast á því að um grín sé að ræða. Það sé hins vegar fjarri sanni. Um sé að ræða áróður framreiddan sem grín. Áróður sem geri lítið úr aðstæðum og ali á fjandsemi gagnvart minnihlutahópum. Segir hún skopmyndina hvorki fyndna né beitta á nokkurn hátt. Heldur þykir henni myndin ömurlega ófrumleg, síendurtekin og hallærisleg. Fólki sé velkomið að segja að um grín sé að ræða, en Ugla Stefanía segir grín ekki hafið yfir gagnrýni. Það hafi aldrei verið það. Sérstaklega ekki þegar um er að ræða grín sem ali á fjandsemi og sé beinlínis hættulegt. „Helgi Sigurðsson ætti því bara að skammast sín. En miðað við aldur og fyrri störf þá efast ég um að hann muni nokkurntímann gera það, enda trans fólk bara einn af þeim mörgu hópum sem hann hefur sérstakt dálæti af því að níðast á með skopmyndum sínum.“ Færsluna og umrædda skopmynd má sjá hér að neðan. Félagsmál Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar má sjá karlmann sem kominn er inn í sturtuklefa kvenna í sundi, þar sem hann segist vera búinn að „láta skrá sig sem konu“ í þjóðskrá. Segir Ugla Stefanía myndina vera misheppnaða túlkun á aðstæðum eða atburðum. Myndin var teiknuð af Helga Sigurðssyni. „Það er gífurlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvers vegna svona „húmor“ er beinlínis hræðsluáróður og er ekki merki um sérstaklega góða né beitta kímnigáfu,“ skrifar Ugla Stefanía á Facebook í dag. Hún segir skopmyndina gefa í skyn að nú muni karlmenn hreinlega arka í kvennaklefa sundlauga landsins eftir að hafa fengið kynskráningu sinni breytt. Það segir hún ólíklegt og bendir á að slík sé ekki venjan í öðrum löndum sem bjóða upp á breytingu kynskráningar. Breyting kynskráningar sé tímafrek og dýr. „Þessi rök eru þekkt stef hjá þeim sem beita sér gegn réttindum trans fólks, og grípa því til þess að gera sér upp aðstæður sem eru ólíklegar til að verða að veruleika—einfaldlega til þess að ala á ótta og grafa undan réttindabaráttu trans fólks,“ skrifar Ugla Stefanía og bendir á að slíkt sé þekkt hjá hópum sem beiti sér gegn annars konar réttindabaráttu, til að mynda rétti kvenna til meðgöngurofs. Þá bendir Ugla Stefanía einnig á að ef ske kynni að karlmenn tækju upp á því að misnota lög um kynskráningu í annarlegum tilgangi væru nú þegar til staðar lög sem vernda fólk gegn mismunun og áreiti. Því skipti kynskráning viðkomandi engu máli. Eins bendir hún á að almennt krefjist sundlaugar ekki skilríkja áður en gengið er til klefa. „Þannig að ef það væri almennt vandamál að karlar væru að ryðjast inn í kvennaklefa, þá væru þeir þegar að því. Þessi lög skapa því enga hættu sem er ekki þegar til staðar.“Segir óttann ekki byggðan á nokkrum rökum Ugla Stefanía heldur áfram: „Að láta trans fólk gjalda fyrir það sem karlmenn myndu hugsanlega gera þrátt fyrir að ekki séu til nein fordæmi fyrir því viðheldur mjög sterku kynjakerfi í okkar samfélagi þar sem gjörðir karla—jafnvel hugsanlegar—virðast stjórna því hvernig okkar samfélag er uppbyggt.“ Ugla Stefanía segir slíkan ótta hafa lítil rök á bak við sig. „Mikilvægt er að við látum ekki óttann ná völdum og koma í veg fyrir mikilvægar réttarbætur fyrir fólk. Þessi lagasetning þýðir einfaldlega að nú geti trans fólk breytt kyni sínu í Þjóðskrá af eigin frumkvæði og þarfnist ekki samþykkis utanaðkomandi aðila. Hún mun því ekki koma til með að hafa nein áhrif á nokkurn annan en fólkið sem hún er sniðin að,“ segir Ugla Stefanía og vísar þar til nýsamþykktra laga um kynskráningu í þjóðskrá, sem auðveldar fólki að skrá sig við annað kyn en því var úthlutað við fæðingu.„Helgi Sigurðsson ætti að skammast sín“ Ugla Stefanía bendir á að fólk sem gefur út efni fyrir almenning, líkt og Helgi Sigurðsson, teiknari Morgunblaðsins, búi yfir gríðarlegri ábyrgð. „Ábyrgð sem hann hefur um árabil notað í mjög hættulegan áróður sem byggir á illa upplýstum skoðunum hans og eru oft lítið annað en hræðsluáróður.“ Segir hún Helga geta tönnlast á því að um grín sé að ræða. Það sé hins vegar fjarri sanni. Um sé að ræða áróður framreiddan sem grín. Áróður sem geri lítið úr aðstæðum og ali á fjandsemi gagnvart minnihlutahópum. Segir hún skopmyndina hvorki fyndna né beitta á nokkurn hátt. Heldur þykir henni myndin ömurlega ófrumleg, síendurtekin og hallærisleg. Fólki sé velkomið að segja að um grín sé að ræða, en Ugla Stefanía segir grín ekki hafið yfir gagnrýni. Það hafi aldrei verið það. Sérstaklega ekki þegar um er að ræða grín sem ali á fjandsemi og sé beinlínis hættulegt. „Helgi Sigurðsson ætti því bara að skammast sín. En miðað við aldur og fyrri störf þá efast ég um að hann muni nokkurntímann gera það, enda trans fólk bara einn af þeim mörgu hópum sem hann hefur sérstakt dálæti af því að níðast á með skopmyndum sínum.“ Færsluna og umrædda skopmynd má sjá hér að neðan.
Félagsmál Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira