Bjóða upp treyjur afreksfólks til styrktar góðgerðarfélögum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:00 Sturlaugur segir þá Ivan einstaklega þákkláta öllu því afreksfólki sem hefur gefið treyjur í verkefnið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira