Umhverfisstofnun segir mikilvægt að lofta vel um nýjar dýnur Ari Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2019 07:00 Gott er að lofta vel um nýjar dýnur. Nordicphotos/Getty Mikilvægt er að lofta vel út úr svefnherberginu þegar ný rúmdýna er tekin í notkun til koma í veg fyrir óþægindi af völdum rokgjarnra efna. Þetta segir teymisstjóri efnamála hjá Umhverfisstofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku eyddi Þórdís Jóhannsdóttir Wathne stórum hluta síðasta vetrar í veikindum en í vor beindist grunur hennar að dýnunni sem hún svaf á. Ekki liggur fyrir hvort dýnan var í raun sökudólgurinn en veikindi Þórdísar heyra sögunni til nú þegar dýnan er horfin af heimilinu. „Það sem neytendur geta gert er að lofta vel um dýnurnar þegar þær eru keyptar,“ segir Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri á Umhverfisstofnun. „Þetta eru efni sem losna úr dýnunum og berast inn í líkamann í gegnum öndunarfæri og húð. Við segjum að þau séu rokgjörn og þau losna smátt og smátt úr dýnunum, en hraðast fyrst. Því er mikilvægt að lofta reglulega vel út úr svefnherberginu og sérstaklega fyrst eftir að dýnur eru teknar í notkun.“ Þessi mál einskorðast ekki við Ísland. „Við erum í norrænu samstarfi, þar sem Finnar hafa meðal annars verið að vinna í þessu. Þeir eru þó ekki að efnagreina þessar dýnur, það er bæði mjög kostnaðarsamt og ekki talið líklegt til að leysa vandann,“ segir Björn. Áhersla sé lögð á að leiðbeina neytendum en auk þess að vinna með dýnuframleiðendum að draga úr innihaldi þeirra efna sem grunuð eru um að valda einkennunum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Mikilvægt er að lofta vel út úr svefnherberginu þegar ný rúmdýna er tekin í notkun til koma í veg fyrir óþægindi af völdum rokgjarnra efna. Þetta segir teymisstjóri efnamála hjá Umhverfisstofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku eyddi Þórdís Jóhannsdóttir Wathne stórum hluta síðasta vetrar í veikindum en í vor beindist grunur hennar að dýnunni sem hún svaf á. Ekki liggur fyrir hvort dýnan var í raun sökudólgurinn en veikindi Þórdísar heyra sögunni til nú þegar dýnan er horfin af heimilinu. „Það sem neytendur geta gert er að lofta vel um dýnurnar þegar þær eru keyptar,“ segir Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri á Umhverfisstofnun. „Þetta eru efni sem losna úr dýnunum og berast inn í líkamann í gegnum öndunarfæri og húð. Við segjum að þau séu rokgjörn og þau losna smátt og smátt úr dýnunum, en hraðast fyrst. Því er mikilvægt að lofta reglulega vel út úr svefnherberginu og sérstaklega fyrst eftir að dýnur eru teknar í notkun.“ Þessi mál einskorðast ekki við Ísland. „Við erum í norrænu samstarfi, þar sem Finnar hafa meðal annars verið að vinna í þessu. Þeir eru þó ekki að efnagreina þessar dýnur, það er bæði mjög kostnaðarsamt og ekki talið líklegt til að leysa vandann,“ segir Björn. Áhersla sé lögð á að leiðbeina neytendum en auk þess að vinna með dýnuframleiðendum að draga úr innihaldi þeirra efna sem grunuð eru um að valda einkennunum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu. 18. júlí 2019 06:00