Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 11:24 Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi þurftu að notast við sérhæfðan björgunarbúnað til þess að ná til ferðamanns sem lent í sjálfheldu í Goðahrauni, rétt utan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls í gær. Maðurinn hafði farið út fyrir merkta gönguleið. Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. Í tilkynningu kom fram að maðurinn hefði verið að klifra þegar atvikið varð, en skrikaði fótur og rann niður á syllu. Samkvæmt upplýsingum var hann ekki með sjáanlega áverka en var þó kvalinn. Elva Björk Árnadóttir sem er svæðisstjóri björgunarsveita á Suðrulandi, segir aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar. „Þær voru frekar slæmar þar sem að það var þoka á svæðinu og maðurinn var í miklum halla,“ segir Elva.Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.LandsbjörgÞegar að var komið kom í ljós mjög erfiðlega yrði að komast til mannsins sem talið er að hafa runnið niður um þrjú hundruð metra og ekki hægt að segja til um hvernig hefði farið ef hann hefði ekki staðnæmst á syllunni. Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.Var hann eitthvað slasaður? „Já, hann var eitthvað lítið slasaður. Maðurinn var örmagna þarna niðri og það þurfti að tryggja línur og síga niður til hans. Björgunaraðgerðir gengu vel þetta tók allt saman bara töluverðan tíma. Það voru erfiðar aðstæður,“ svarar Elva. Félagi mannsins sem var með honum í för tilkynnti um slysið en þeir voru komnir út fyrir gönguleiðina yfir Fimmvörðurháls. „Hann er kominn þarna aðeins til hliðar. Hann var held ég bara í klifri.“ Um tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum og segir Elva að ekki hafi komið til tals að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang vegna veðuraðstæða. Útkallið í gær er þriðja útkall björgunarsveita á Fimmvörðuháls á fimm dögum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi þurftu að notast við sérhæfðan björgunarbúnað til þess að ná til ferðamanns sem lent í sjálfheldu í Goðahrauni, rétt utan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls í gær. Maðurinn hafði farið út fyrir merkta gönguleið. Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. Í tilkynningu kom fram að maðurinn hefði verið að klifra þegar atvikið varð, en skrikaði fótur og rann niður á syllu. Samkvæmt upplýsingum var hann ekki með sjáanlega áverka en var þó kvalinn. Elva Björk Árnadóttir sem er svæðisstjóri björgunarsveita á Suðrulandi, segir aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar. „Þær voru frekar slæmar þar sem að það var þoka á svæðinu og maðurinn var í miklum halla,“ segir Elva.Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.LandsbjörgÞegar að var komið kom í ljós mjög erfiðlega yrði að komast til mannsins sem talið er að hafa runnið niður um þrjú hundruð metra og ekki hægt að segja til um hvernig hefði farið ef hann hefði ekki staðnæmst á syllunni. Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.Var hann eitthvað slasaður? „Já, hann var eitthvað lítið slasaður. Maðurinn var örmagna þarna niðri og það þurfti að tryggja línur og síga niður til hans. Björgunaraðgerðir gengu vel þetta tók allt saman bara töluverðan tíma. Það voru erfiðar aðstæður,“ svarar Elva. Félagi mannsins sem var með honum í för tilkynnti um slysið en þeir voru komnir út fyrir gönguleiðina yfir Fimmvörðurháls. „Hann er kominn þarna aðeins til hliðar. Hann var held ég bara í klifri.“ Um tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum og segir Elva að ekki hafi komið til tals að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang vegna veðuraðstæða. Útkallið í gær er þriðja útkall björgunarsveita á Fimmvörðuháls á fimm dögum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira