Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 11:24 Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi þurftu að notast við sérhæfðan björgunarbúnað til þess að ná til ferðamanns sem lent í sjálfheldu í Goðahrauni, rétt utan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls í gær. Maðurinn hafði farið út fyrir merkta gönguleið. Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. Í tilkynningu kom fram að maðurinn hefði verið að klifra þegar atvikið varð, en skrikaði fótur og rann niður á syllu. Samkvæmt upplýsingum var hann ekki með sjáanlega áverka en var þó kvalinn. Elva Björk Árnadóttir sem er svæðisstjóri björgunarsveita á Suðrulandi, segir aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar. „Þær voru frekar slæmar þar sem að það var þoka á svæðinu og maðurinn var í miklum halla,“ segir Elva.Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.LandsbjörgÞegar að var komið kom í ljós mjög erfiðlega yrði að komast til mannsins sem talið er að hafa runnið niður um þrjú hundruð metra og ekki hægt að segja til um hvernig hefði farið ef hann hefði ekki staðnæmst á syllunni. Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.Var hann eitthvað slasaður? „Já, hann var eitthvað lítið slasaður. Maðurinn var örmagna þarna niðri og það þurfti að tryggja línur og síga niður til hans. Björgunaraðgerðir gengu vel þetta tók allt saman bara töluverðan tíma. Það voru erfiðar aðstæður,“ svarar Elva. Félagi mannsins sem var með honum í för tilkynnti um slysið en þeir voru komnir út fyrir gönguleiðina yfir Fimmvörðurháls. „Hann er kominn þarna aðeins til hliðar. Hann var held ég bara í klifri.“ Um tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum og segir Elva að ekki hafi komið til tals að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang vegna veðuraðstæða. Útkallið í gær er þriðja útkall björgunarsveita á Fimmvörðuháls á fimm dögum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi þurftu að notast við sérhæfðan björgunarbúnað til þess að ná til ferðamanns sem lent í sjálfheldu í Goðahrauni, rétt utan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls í gær. Maðurinn hafði farið út fyrir merkta gönguleið. Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. Í tilkynningu kom fram að maðurinn hefði verið að klifra þegar atvikið varð, en skrikaði fótur og rann niður á syllu. Samkvæmt upplýsingum var hann ekki með sjáanlega áverka en var þó kvalinn. Elva Björk Árnadóttir sem er svæðisstjóri björgunarsveita á Suðrulandi, segir aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar. „Þær voru frekar slæmar þar sem að það var þoka á svæðinu og maðurinn var í miklum halla,“ segir Elva.Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.LandsbjörgÞegar að var komið kom í ljós mjög erfiðlega yrði að komast til mannsins sem talið er að hafa runnið niður um þrjú hundruð metra og ekki hægt að segja til um hvernig hefði farið ef hann hefði ekki staðnæmst á syllunni. Björgunaraðgerðir tóku langan tíma og það var ekki fyrr en um klukkan hálf tólf í gærkvöldi sem björgunarsveitarmenn komust að honum. Þá var hann orðinn blautur, kaldur og hrakinn.Var hann eitthvað slasaður? „Já, hann var eitthvað lítið slasaður. Maðurinn var örmagna þarna niðri og það þurfti að tryggja línur og síga niður til hans. Björgunaraðgerðir gengu vel þetta tók allt saman bara töluverðan tíma. Það voru erfiðar aðstæður,“ svarar Elva. Félagi mannsins sem var með honum í för tilkynnti um slysið en þeir voru komnir út fyrir gönguleiðina yfir Fimmvörðurháls. „Hann er kominn þarna aðeins til hliðar. Hann var held ég bara í klifri.“ Um tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum og segir Elva að ekki hafi komið til tals að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang vegna veðuraðstæða. Útkallið í gær er þriðja útkall björgunarsveita á Fimmvörðuháls á fimm dögum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira