Upphitun: Þýski kappaksturinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 17:15 Vettel henti frá sér fyrsta sætinu í heimakeppni sinni í fyrra. Getty Nú er tímabilið hálfnað í Formúlu 1, ellefta umferðin fer fram á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mercedes hefur verið allsráðandi það sem af er ári. Aðeins einu sinni hefur liðið sýnt veikleika, það var í hitanum í Austurríki þegar báðir bílar liðsins ofhitnuðu. Ferrari, sem leit mjög vel út í prófunum fyrir tímabilið, hefur viðurkennt að grunnhugmyndafræðin á bíl þeirra sé röng. Svo í stað þess að vera berjast við Mercedes eins og liðið hefur gert síðustu ár er Ferrari nú í hörku slag við Red Bull um annað sætið. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með ungstirnunum Max Verstappen og Charles Leclerc berjast. Leclerc hefur verið mjög fljótur undanfarið og er farinn að setja pressu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel.Slagurinn milli Max Verstappen og Charles Leclerc hefur verið magnaður í undanförnum keppnum.GettyVettel með hræðileg mistök í fyrra Kappaksturinn á Hockenheim brautinni í fyrra var afar líflegur. Lewis Hamilton byrjaði fjórtándi eftir að vélarbilun kom upp í tímatökum. Sebastian Vettel, sem þá var 8 stigum á undan Hamilton í heimsmeistaramótinu, byrjaði á ráspól. Um miðbik keppninnar var Vettel með örugga forustu en þá byrjaði að rigna. Á blautri brautinni missti Þjóðverjinn stjórn á bíl sinnum, klessti á vegg og datt úr leik. Hamilton stóð uppi sem sigurvegari og lét forustuna í mótinu aldrei af hendi eftir það. Margir vilja meina að Vettel hafi tapað titlinum með þessum mistökum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 13:00 á sunnudag. Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nú er tímabilið hálfnað í Formúlu 1, ellefta umferðin fer fram á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mercedes hefur verið allsráðandi það sem af er ári. Aðeins einu sinni hefur liðið sýnt veikleika, það var í hitanum í Austurríki þegar báðir bílar liðsins ofhitnuðu. Ferrari, sem leit mjög vel út í prófunum fyrir tímabilið, hefur viðurkennt að grunnhugmyndafræðin á bíl þeirra sé röng. Svo í stað þess að vera berjast við Mercedes eins og liðið hefur gert síðustu ár er Ferrari nú í hörku slag við Red Bull um annað sætið. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með ungstirnunum Max Verstappen og Charles Leclerc berjast. Leclerc hefur verið mjög fljótur undanfarið og er farinn að setja pressu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel.Slagurinn milli Max Verstappen og Charles Leclerc hefur verið magnaður í undanförnum keppnum.GettyVettel með hræðileg mistök í fyrra Kappaksturinn á Hockenheim brautinni í fyrra var afar líflegur. Lewis Hamilton byrjaði fjórtándi eftir að vélarbilun kom upp í tímatökum. Sebastian Vettel, sem þá var 8 stigum á undan Hamilton í heimsmeistaramótinu, byrjaði á ráspól. Um miðbik keppninnar var Vettel með örugga forustu en þá byrjaði að rigna. Á blautri brautinni missti Þjóðverjinn stjórn á bíl sinnum, klessti á vegg og datt úr leik. Hamilton stóð uppi sem sigurvegari og lét forustuna í mótinu aldrei af hendi eftir það. Margir vilja meina að Vettel hafi tapað titlinum með þessum mistökum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 13:00 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira