Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:30 Reglur um 30 daga frystingu kjöts gera innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á eins mánaðar tímabili, að sögn forstjóra Innnes. Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum til að bregðast við skorti á hryggjum í verslunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, segir skortinn tilkominn vegna þess að innlendar afurðarstöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda á niðursettu verði í stað þess að bjóða íslenskum neytendum vöruna. Hann segir stjórnvöld bregðast seint við. „Þegar til kemur þá er tímabilið sem tollarnir eru felldir niður einungis fjórar vikur, frá 29. júlí til 30. ágúst. Þar sem það er 30 daga frystiskylda á innfluttu kjöti þá er mjög erfitt að finna birgja sem á frosið lambakjöt til. Þar sem innflutningsverslunin hefur í litlum sem engum mæli verið að flytja inn lambakjöt er mjög snúið að verða við þessu. Mér finnst mjög ámælisvert að þessi staða sé komin upp og íslenskir neytendur skuli vera hafðir í þriðja og fjórða sæti.“ Magnús Óli er líka forstjóri heildverslunarinnar Innnes. Hann segir til skoðunar að flytja inn erlent kjöt, þótt tímaramminn sé stuttur. Erfitt geti verið að ná sambandi við erlenda birgja vegna sumarleyfa. Magnús Óli segir að horft sé til innflutnings lambakjöts frá Nýja-Sjálandi, Spáni og Frakklandi. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum til að bregðast við skorti á hryggjum í verslunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, segir skortinn tilkominn vegna þess að innlendar afurðarstöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda á niðursettu verði í stað þess að bjóða íslenskum neytendum vöruna. Hann segir stjórnvöld bregðast seint við. „Þegar til kemur þá er tímabilið sem tollarnir eru felldir niður einungis fjórar vikur, frá 29. júlí til 30. ágúst. Þar sem það er 30 daga frystiskylda á innfluttu kjöti þá er mjög erfitt að finna birgja sem á frosið lambakjöt til. Þar sem innflutningsverslunin hefur í litlum sem engum mæli verið að flytja inn lambakjöt er mjög snúið að verða við þessu. Mér finnst mjög ámælisvert að þessi staða sé komin upp og íslenskir neytendur skuli vera hafðir í þriðja og fjórða sæti.“ Magnús Óli er líka forstjóri heildverslunarinnar Innnes. Hann segir til skoðunar að flytja inn erlent kjöt, þótt tímaramminn sé stuttur. Erfitt geti verið að ná sambandi við erlenda birgja vegna sumarleyfa. Magnús Óli segir að horft sé til innflutnings lambakjöts frá Nýja-Sjálandi, Spáni og Frakklandi.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira