Konan sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 16:36 Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Vísir/EPA Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar. Kína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar.
Kína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira