Kósítjöld fyrir yngstu börnin á Klambratúni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 26. júlí 2019 06:00 Skipuleggjendur hátíðarinnar á Klambratúni í gær. Fréttablaðið/Valli „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós.Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Kátt á Klambra„Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skiptiaðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjólabrettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlitsmálun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumrin svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sammála um að líklega sé um friðsælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunnar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyfum ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fallegasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og afþreyinguna sem í boði er á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
„Þetta byrjaði sem verkefni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós.Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Kátt á Klambra„Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skiptiaðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjólabrettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlitsmálun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumrin svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sammála um að líklega sé um friðsælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunnar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyfum ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fallegasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og afþreyinguna sem í boði er á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira