Við suðumark innan vallar sem utan Benedikt Bóas skrifar 26. júlí 2019 13:00 Það er ekkert grín að hjóla upp Alpana, hvað þá þegar hitinn er orðinn svo mikill að flestum þykir nóg um. Hér er Julian Alaphilippe í gulu treyjunni sem sýnir þann sem er fyrstur í heildarkeppninni. AP/Christophe Ena Tour de France hefur nú hafið klifur sitt upp Alpana. Til að gera hlutina enn verri er hitabylgja að ganga yfir landið svo hjólað var upp í móti í 30 stiga hita. Keppnin hefur ekki verið tíðindalaus og tveir hafa verið reknir heim fyrir slagsmál í brautinni. Þegar 14 kílómetrar voru eftir af 17. dagleið Tour de France lenti þeim Luke Rowe frá Wales og Tony Martin frá Þýskalandi saman á brautinni. Rowe var næstum keyrður út af brautinni af Martin og var ekki sáttur. Hjólaði á eftir honum, náði í skottið á honum og ýtti við og lét nokkur vel valin orð fylgja. UCI, Alþjóða hjólreiðasambandinu, og forráðamönnum Tour de France var ekki skemmt og hentu báðum keppendum úr keppni. Rowe talaði við blaðamenn eftir að hann steig út úr bíl UCI og sagðist vera niðurbrotinn enda hefði þetta verið lítið brot. „Mér f innst þetta ósanngjarnt. Ég var í klukkutíma þarna inni að skoða myndbönd af atvikinu og barðist ekkert aðeins fyrir mig heldur líka fyrir hann. En því miður hafði ég ekki erindi sem erfiði,“ sagði sá velski.Matteo Trentin kælir sig niður eftir sigur á sautjándu sérleiðinni.AP/Thibault CamusRowe hjólar fyrir Team Ineos og leikur lykilhlutverk í því að aðstoða Geraint Thomas í því að verja titil-inn frá því í fyrra. Þetta er því mikið högg fyrir ríkasta hjólreiðalið heims en Ineos er í eigu Íslandsvinarins Jims Ratcliffe. Liðið hét áður Team Sky en er nú í eigu Ratcliffes sem hefur styrkt stöðu þess sem eins af stórveldum hjólreiðanna. Martin var sömuleiðis niðurbrotinn og fannst refsingin heldur hörð. „Mér finnst auðvitað hrika-legt að skilja liðið eftir á þessum stað. Við erum að berjast við að koma manni á pall og mér f innst þetta hörð refsing en það þýðir víst ekki að deila við dómarann,“ sagði hann en Martin hjólar fyrir Team Jumbo-Visna. Liðin gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem skoðað er að áfrýja niðurstöðunni. „Þetta hafði ekki áhrif á nokkurn annan keppanda og hafði ekki áhrif á nokkurt annað lið. Þeir hjóluðu í mark og tókust í hendur á eftir. Það voru engin illindi í þessu enda bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Að keppni þeirra skuli enda svona finnst okkur óréttlæti,“ sagði í yfirlýsingunni. Flestir aðrir keppendur voru sammála um að refsingin væri heldur hörð. Amund Grøndahl Jansen, sem er samherji Martins hjá Jumbo-Visna, sagði við fréttamenn að þarna væru samankomnir 180 vitleysingar sem væru að hjóla rétt við hver annan í hartnær þrjár vikur. „Auðvitað gerist eitthvað á leiðinni og í þessum hita er það eðlilegt að bregðast við þegar eitthvað svona gerist. Það er mannlegt að gera mistök og ég tel að það sé vitleysa að senda menn heim geri menn ein lítil mistök,“ sagði hann. Ben King, sem hjólar fyrir Dimension Data, tók í sama streng sem og Roger Kluge sem hjólar fyrir Lotto-Soudal.Julian Alaphilippe.AP/Christophe EnaÓbærilegur hiti Þrír dagar eru eftir af þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims og hjóluðu kapparnir fyrsta legginn af Ölpunum í gær. Heimamaðurinn Julian Alaphilippe hefur leitt frá áttunda legg og stefnir að því að verða fyrsti heimamaðurinn til að vinna Tour de France síðan 1985. Hann er þó langt frá því að vera þekktastur fyrir hraða sinn upp brattann. Hitinn hefur gert hjólreiða-mönnum erfitt fyrir og hafa sumir brugðið á það ráð að hjóla í ísvestum. Á miðvikudag var keppt á tiltölulega auðveldu yfirborði en hitinn fór hæst í 39 stig og malbikið minnti helst á steikarpönnu. Jasper Styven tísti að hann hefði ekki haft orku til að klára legginn en hann var í góðri stöðu skömmu fyrir lokaátökin. „Þetta getur ekki verið heilsusamlegt. Þegar hitinn verður svona of boðslegur þarf kannski að grípa eitthvað í taumana,“ sagði Steven Kruijswijk. Vissulega er hitinn minni uppi í Ölpunum en þegar lagt var af stað í gær var hitinn 10 gráðum hærri en venjulega. Aðeins 45 mínútum áður en keppnin hófst í gær birtist lyfja-eftirlitið frá UCI og tók lið Jumbo-Visna í lyfjapróf en hjólreiðar hafa verið litaðar af svörtum sauðum í gegnum tíðina. Steven Kruijswijk, Laurens De Plus og George Bennett fóru í blóðprufu til að athuga hvort maðkur væri í mysunni. Svo reyndist ekki vera og voru þeir félagar mættir á ráslínuna þegar hjólað var af stað. De Plus spaugaði á rás-línunni með að hann fagnaði lyfjaeftirlitinu. „Ég er enn með plásturinn og þetta er smá óþægilegt en við viljum að íþróttin sé hrein og ég vildi frekar gera þetta en hjóla á móti mönnum sem ég vissi að væru að taka inn eitthvað ólöglegt. Þeir birtast óvænt sem er gott, því ég vil ekki hjóla gegn fólki sem er að taka inn eitthvað ólöglegt.“ Alls eru hjólaðir 3.480 kílómetrar í þessari keppni en hún endar á sunnudag á Champs-Élysées. Í gær voru hjólaðir 208 kílómetrar frá Embrun til Valloire. Nairo Quint-ana frá Kólumbíu kom fyrstur í mark en heimamaðurinn Ala-philippe kom 23. í mark en heldur hinni frægu gulu treyju sem fremsti maður hjólar í. Hjólreiðar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Tour de France hefur nú hafið klifur sitt upp Alpana. Til að gera hlutina enn verri er hitabylgja að ganga yfir landið svo hjólað var upp í móti í 30 stiga hita. Keppnin hefur ekki verið tíðindalaus og tveir hafa verið reknir heim fyrir slagsmál í brautinni. Þegar 14 kílómetrar voru eftir af 17. dagleið Tour de France lenti þeim Luke Rowe frá Wales og Tony Martin frá Þýskalandi saman á brautinni. Rowe var næstum keyrður út af brautinni af Martin og var ekki sáttur. Hjólaði á eftir honum, náði í skottið á honum og ýtti við og lét nokkur vel valin orð fylgja. UCI, Alþjóða hjólreiðasambandinu, og forráðamönnum Tour de France var ekki skemmt og hentu báðum keppendum úr keppni. Rowe talaði við blaðamenn eftir að hann steig út úr bíl UCI og sagðist vera niðurbrotinn enda hefði þetta verið lítið brot. „Mér f innst þetta ósanngjarnt. Ég var í klukkutíma þarna inni að skoða myndbönd af atvikinu og barðist ekkert aðeins fyrir mig heldur líka fyrir hann. En því miður hafði ég ekki erindi sem erfiði,“ sagði sá velski.Matteo Trentin kælir sig niður eftir sigur á sautjándu sérleiðinni.AP/Thibault CamusRowe hjólar fyrir Team Ineos og leikur lykilhlutverk í því að aðstoða Geraint Thomas í því að verja titil-inn frá því í fyrra. Þetta er því mikið högg fyrir ríkasta hjólreiðalið heims en Ineos er í eigu Íslandsvinarins Jims Ratcliffe. Liðið hét áður Team Sky en er nú í eigu Ratcliffes sem hefur styrkt stöðu þess sem eins af stórveldum hjólreiðanna. Martin var sömuleiðis niðurbrotinn og fannst refsingin heldur hörð. „Mér finnst auðvitað hrika-legt að skilja liðið eftir á þessum stað. Við erum að berjast við að koma manni á pall og mér f innst þetta hörð refsing en það þýðir víst ekki að deila við dómarann,“ sagði hann en Martin hjólar fyrir Team Jumbo-Visna. Liðin gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem skoðað er að áfrýja niðurstöðunni. „Þetta hafði ekki áhrif á nokkurn annan keppanda og hafði ekki áhrif á nokkurt annað lið. Þeir hjóluðu í mark og tókust í hendur á eftir. Það voru engin illindi í þessu enda bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Að keppni þeirra skuli enda svona finnst okkur óréttlæti,“ sagði í yfirlýsingunni. Flestir aðrir keppendur voru sammála um að refsingin væri heldur hörð. Amund Grøndahl Jansen, sem er samherji Martins hjá Jumbo-Visna, sagði við fréttamenn að þarna væru samankomnir 180 vitleysingar sem væru að hjóla rétt við hver annan í hartnær þrjár vikur. „Auðvitað gerist eitthvað á leiðinni og í þessum hita er það eðlilegt að bregðast við þegar eitthvað svona gerist. Það er mannlegt að gera mistök og ég tel að það sé vitleysa að senda menn heim geri menn ein lítil mistök,“ sagði hann. Ben King, sem hjólar fyrir Dimension Data, tók í sama streng sem og Roger Kluge sem hjólar fyrir Lotto-Soudal.Julian Alaphilippe.AP/Christophe EnaÓbærilegur hiti Þrír dagar eru eftir af þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims og hjóluðu kapparnir fyrsta legginn af Ölpunum í gær. Heimamaðurinn Julian Alaphilippe hefur leitt frá áttunda legg og stefnir að því að verða fyrsti heimamaðurinn til að vinna Tour de France síðan 1985. Hann er þó langt frá því að vera þekktastur fyrir hraða sinn upp brattann. Hitinn hefur gert hjólreiða-mönnum erfitt fyrir og hafa sumir brugðið á það ráð að hjóla í ísvestum. Á miðvikudag var keppt á tiltölulega auðveldu yfirborði en hitinn fór hæst í 39 stig og malbikið minnti helst á steikarpönnu. Jasper Styven tísti að hann hefði ekki haft orku til að klára legginn en hann var í góðri stöðu skömmu fyrir lokaátökin. „Þetta getur ekki verið heilsusamlegt. Þegar hitinn verður svona of boðslegur þarf kannski að grípa eitthvað í taumana,“ sagði Steven Kruijswijk. Vissulega er hitinn minni uppi í Ölpunum en þegar lagt var af stað í gær var hitinn 10 gráðum hærri en venjulega. Aðeins 45 mínútum áður en keppnin hófst í gær birtist lyfja-eftirlitið frá UCI og tók lið Jumbo-Visna í lyfjapróf en hjólreiðar hafa verið litaðar af svörtum sauðum í gegnum tíðina. Steven Kruijswijk, Laurens De Plus og George Bennett fóru í blóðprufu til að athuga hvort maðkur væri í mysunni. Svo reyndist ekki vera og voru þeir félagar mættir á ráslínuna þegar hjólað var af stað. De Plus spaugaði á rás-línunni með að hann fagnaði lyfjaeftirlitinu. „Ég er enn með plásturinn og þetta er smá óþægilegt en við viljum að íþróttin sé hrein og ég vildi frekar gera þetta en hjóla á móti mönnum sem ég vissi að væru að taka inn eitthvað ólöglegt. Þeir birtast óvænt sem er gott, því ég vil ekki hjóla gegn fólki sem er að taka inn eitthvað ólöglegt.“ Alls eru hjólaðir 3.480 kílómetrar í þessari keppni en hún endar á sunnudag á Champs-Élysées. Í gær voru hjólaðir 208 kílómetrar frá Embrun til Valloire. Nairo Quint-ana frá Kólumbíu kom fyrstur í mark en heimamaðurinn Ala-philippe kom 23. í mark en heldur hinni frægu gulu treyju sem fremsti maður hjólar í.
Hjólreiðar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira