Fótbolti

Raiola vildi að De Ligt fengi hærri laun en Pique og Alba hjá Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Ligt segist ekki hafa valið Juventus vegna peninganna.
De Ligt segist ekki hafa valið Juventus vegna peninganna. vísir/getty
Launakröfur Matthijs de Ligt komu í veg fyrir að hann færi til Barcelona.

Samkvæmt spænska dagblaðinu Mundo Deportivo krafðist Mino Raiola, umboðsmaður De Ligts, að hann fengi hærri laun hjá Barcelona en varnarmennirnir reyndu, Gerard Pique og Jordi Alba.

Talið er að Pique sé með 165.000 pund í vikulaun og Alba 100.000 pund. Pique hefur leikið með Barcelona síðan 2008 og Alba síðan 2012.

Barcelona var ekki tilbúið að ganga að kröfum Raiolas og því varð ekkert af félagaskiptunum.

De Ligt fór þess í stað til Juventus sem greiddi Ajax 67,5 milljónir fyrir miðvörðinn unga.

Hollendingurinn skoraði sjálfsmark í sínum fyrsta leik fyrir Juventus, 1-1 jafntefli við Inter í International Champions Cup í Nanjing í Kína á miðvikudaginn. Juventus vann í vítaspyrnukeppni, 4-3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×