Hvalirnir fljótlega á bak og burt þegar björgunarfólk bar að garði Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 23:40 Björgunarsveitir hafa áður þurft að grípa til aðgerða vegna grindhvala, síðast í Kolgrafafirði sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum. Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum.
Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28
Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12