Erlendur ferðamaður segir hátt í átta menn hafa ráðist á sig á Laugavegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 08:28 Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. FBL/Anton brink Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira