Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 14:46 Óstöðugleiki gæti myndast í nótt þegar hlýja loftið mætir því kalda. vísir/getty Veðurstofa Íslands hefur varað við þrumuveðri sem gæti náð til landsins í kvöld og látið á sér bera fram undir morgun. Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. Eldingar hafa mælst suður af landinu í dag en hafa þó ekki náð til landsins. Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands segja þennan þrumubakka þó færa sig í rólegheitum að landinu og gæti náð inn til landsins í kvöld. Bakkinn næði þá fyrst til lands á Suðausturlandi, nærri Höfn í Hornafirði og Skaftafelli, og færi síðan yfir Suðurlandið. Búast má við þessu á ellefta tímanum í kvöld ef þrumuveðrið nær sér á strik. Fari svo mun það vara alveg fram undir klukkan níu í fyrramálið en óvíst er hvort að veðrið ná til höfuðborgarsvæðisins.Á vef Almannavarna eru að finna viðbrögð við eldingum sem eru eftirfarandi:UtanhússReynið að koma ykkur strax í skjól í þrumuveðriForðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur komið ykkur í skjól það er besta vörnin.Í algjörri neyð: Krjúpið niður, hafið hæla og hné saman, beygið ykkur fram og haldið höndum yfir eyrun. Hafið sem minnstan snertiflöt við jörðina Leggist ekki flöt.Ef í hópi – haldið ykkur í að minnsta kosti í 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri. Það minnkar áhættuna ef eldingu slær niður.Innanhúss Þar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal: Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað). Í eldingaveðri skal hafa í huga:Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðingar þar sem það á við.Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagnRafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112. Veður Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur varað við þrumuveðri sem gæti náð til landsins í kvöld og látið á sér bera fram undir morgun. Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. Eldingar hafa mælst suður af landinu í dag en hafa þó ekki náð til landsins. Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands segja þennan þrumubakka þó færa sig í rólegheitum að landinu og gæti náð inn til landsins í kvöld. Bakkinn næði þá fyrst til lands á Suðausturlandi, nærri Höfn í Hornafirði og Skaftafelli, og færi síðan yfir Suðurlandið. Búast má við þessu á ellefta tímanum í kvöld ef þrumuveðrið nær sér á strik. Fari svo mun það vara alveg fram undir klukkan níu í fyrramálið en óvíst er hvort að veðrið ná til höfuðborgarsvæðisins.Á vef Almannavarna eru að finna viðbrögð við eldingum sem eru eftirfarandi:UtanhússReynið að koma ykkur strax í skjól í þrumuveðriForðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur komið ykkur í skjól það er besta vörnin.Í algjörri neyð: Krjúpið niður, hafið hæla og hné saman, beygið ykkur fram og haldið höndum yfir eyrun. Hafið sem minnstan snertiflöt við jörðina Leggist ekki flöt.Ef í hópi – haldið ykkur í að minnsta kosti í 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri. Það minnkar áhættuna ef eldingu slær niður.Innanhúss Þar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal: Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað). Í eldingaveðri skal hafa í huga:Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðingar þar sem það á við.Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagnRafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112.
Veður Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira