Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2019 09:15 Teodoro Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, hefur reglulega lýst stuðningi við fíkefnistríðið - sem og nasista. SÞ Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55