17 ára stunginn til bana fyrir að spila rapptónlist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 12:09 Búið er að setja upp lítinn minnisvarða um Al-Amin á staðnum þar sem ráðist var á hann. Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019 Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira