Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 13:25 Kim Darroch hefur ákveðið að stíga til hliðar. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10