Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2019 19:45 Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira