Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:15 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15
SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19