Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira