Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2019 14:00 Megan Rapinoe er andlit liðsins enda fyrirliði sem varð bæði markahæst og kosin best á HM í Frakklandi. Hér er hún í miklu stuði á sigurhátíðinni. Getty/ Al Bello Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heillað heiminn með fyrst og fremst frábærri frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu sem lauk með sigri liðsins fyrr í þessum mánuði. Þá hafa leikmenn liðsins verið ötular í baráttu sinni fyrir bættum heimi fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Nokkrum mánuðum áður en liðið hóf titilvörn sína fengu leikmenn bandaríska liðsins nóg af því launamisrétti sem viðgengst á milli karla- og kvennalandsliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu. Allir 28 leikmenn í leikmannahópi liðsins tóku þátt í málsókn fyrir dómstólum í Los Angeles þar sem farið er fram á að leikmönnum karla- og kvennaliðsins sé greitt jafn mikið fyrir að leika fyrir hönd Bandaríkjanna.Getty/John LamparskiKvennaliðið skilar meiri tekjum Fram kemur í kærunni að þrátt fyrir að leikmenn karla- og kvennaliðsins séu að sinna sömu störfum fyrir bandaríska knattspyrnusambandið þá fái karlarnir meira greitt sem brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána. Þrátt fyrir að kvennaliðið hafi skilað bandaríska knattspyrnusambandinu meiri tekjum en karlaliðið gerði á tímabilinu 2016 til 2018 borgar bandaríska knattspyrnusambandið konunum aðeins 38 prósent af því sem það borgar körlunum. Leikmenn bandaríska kvennaliðsins krefjast þess einnig að umgjörð í kringum liðið hvað æfingaaðstöðu varðar, fjölda þjálfara í kringum liðið, gæði sjúkraþjálfunar og mál er varða ferðatilhögun liðsins verði bætt í samræmi við það sem gengur og gerist hjá karlaliðinu.Getty/Taylor BallantyneVakin var athygli á launadeilu bandaríska kvennaliðsins í sigurhátíðinni.Á fyrrgreindu tímabili fékk sambandið 50,8 milljónir dollara í tekjur af leikjum kvennaliðsins á meðan leikir karlaliðsins skiluðu 49,9 milljónum dollara. Þá hefur kvennaliðinu gengið mun betur innan vallar en liðið varð á dögunum heimsmeistari annað skiptið í röð en liðið hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum og er sigursælasta lið sögunnar. Vöktu athygli á baráttunni í kringum heimsmeistaramótið Megan Rapinoe sem varð markahæsti leikmaður mótsins hefur verið áberandi í baráttu liðsins fyrir bættum hag en hún ræddi málið í magnaðri ræðu sem hún hélt í sigurskrúðgöngu sem haldin var bandaríska liðinu til heiðurs í vikunni. Rapinoe ræðir málið einnig í samtali við nýjasta tölublað Sports Illustrated. „Það eru allir að spyrja okkur hvað við viljum að komi út úr þessari baráttu okkur. Okkar ósk er að þessi umræða hætti og að við þurfum ekki að ræða þetta frekar. Mér finnst erfitt að vera á móti málflutningi okkar og nú er komið að þeim sem stýra málum að bregðast við og láta verkin tala,“ segir Rapinoe í samtali við blaðið. Rapinoe hefur einnig beint spjótum sínum að forsvarsmönnum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gagnrýni sinni en heildarfjárhæðin sem lið fengu fyrir að taka þátt í heimsmeistaramótinu í karlaflokki var um það bil 400 milljónir dollara á meðan liðin sem léku á mótinu í kvennaflokki fengu tæpar 30 milljónir dollara.Getty/John LamparskiBandarískar þingkonur leggja málinu lið Nú hefur bandaríska kvennalandsliðið fengið aðstoð frá bandarískum þingkonum sem lagt hafa fram frumvarp sem ber nafnið „Lög um sanngjörn laun íþróttafólks“ og nær til alls íþróttafólks Bandaríkjanna. Þingkonurnar Dianne Feinstein frá Kaliforníu og Patty Murray frá Washington kynntu frumvarpið í gær en þær eru báðar í Demókrataflokknum. Verði þetta nýja frumvarp þingkvennanna samþykkt þá verður það ólöglegt hjá bandarísku íþróttasamböndunum að borga íþróttamönnum sínum mismikið eftir kyni. Hér heima var stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu kvenna- og karlalandsliðsins í byrjun ársins 2018 þegar bónusar sem Knattspyrnusamband Íslands greiðir leikmönnum liðanna fyrir hvert stig sem liðin fá í keppnisleikjum voru jafnaðir. Þær greiðslur sem liðin hafa til umráða eru hins vegar misháar vegna þeirra styrkja sem evrópska knattspyrnusambandið UEFA og FIFA greiða fyrir þátttöku á mótum á vegum alþjóðasambandanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, lét hafa eftir sér í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna á dögunum að ekki væri hægt að líkja saman þeim tekjum sem koma til vegna heimsmeistaramótanna í karla- og kvennaflokki. Ríkari hefð sé fyrir karlaknattspyrnu en kvennaknattspyrna njóti sívaxandi vinsælda í heiminum. Nú sé það verkefni sitt að auka tekjurnar í kringum kvennaknattspyrnu svo kvenkyns leikmenn fái meira í sinn hlut.Getty/John Lamparski Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heillað heiminn með fyrst og fremst frábærri frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu sem lauk með sigri liðsins fyrr í þessum mánuði. Þá hafa leikmenn liðsins verið ötular í baráttu sinni fyrir bættum heimi fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Nokkrum mánuðum áður en liðið hóf titilvörn sína fengu leikmenn bandaríska liðsins nóg af því launamisrétti sem viðgengst á milli karla- og kvennalandsliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu. Allir 28 leikmenn í leikmannahópi liðsins tóku þátt í málsókn fyrir dómstólum í Los Angeles þar sem farið er fram á að leikmönnum karla- og kvennaliðsins sé greitt jafn mikið fyrir að leika fyrir hönd Bandaríkjanna.Getty/John LamparskiKvennaliðið skilar meiri tekjum Fram kemur í kærunni að þrátt fyrir að leikmenn karla- og kvennaliðsins séu að sinna sömu störfum fyrir bandaríska knattspyrnusambandið þá fái karlarnir meira greitt sem brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána. Þrátt fyrir að kvennaliðið hafi skilað bandaríska knattspyrnusambandinu meiri tekjum en karlaliðið gerði á tímabilinu 2016 til 2018 borgar bandaríska knattspyrnusambandið konunum aðeins 38 prósent af því sem það borgar körlunum. Leikmenn bandaríska kvennaliðsins krefjast þess einnig að umgjörð í kringum liðið hvað æfingaaðstöðu varðar, fjölda þjálfara í kringum liðið, gæði sjúkraþjálfunar og mál er varða ferðatilhögun liðsins verði bætt í samræmi við það sem gengur og gerist hjá karlaliðinu.Getty/Taylor BallantyneVakin var athygli á launadeilu bandaríska kvennaliðsins í sigurhátíðinni.Á fyrrgreindu tímabili fékk sambandið 50,8 milljónir dollara í tekjur af leikjum kvennaliðsins á meðan leikir karlaliðsins skiluðu 49,9 milljónum dollara. Þá hefur kvennaliðinu gengið mun betur innan vallar en liðið varð á dögunum heimsmeistari annað skiptið í röð en liðið hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum og er sigursælasta lið sögunnar. Vöktu athygli á baráttunni í kringum heimsmeistaramótið Megan Rapinoe sem varð markahæsti leikmaður mótsins hefur verið áberandi í baráttu liðsins fyrir bættum hag en hún ræddi málið í magnaðri ræðu sem hún hélt í sigurskrúðgöngu sem haldin var bandaríska liðinu til heiðurs í vikunni. Rapinoe ræðir málið einnig í samtali við nýjasta tölublað Sports Illustrated. „Það eru allir að spyrja okkur hvað við viljum að komi út úr þessari baráttu okkur. Okkar ósk er að þessi umræða hætti og að við þurfum ekki að ræða þetta frekar. Mér finnst erfitt að vera á móti málflutningi okkar og nú er komið að þeim sem stýra málum að bregðast við og láta verkin tala,“ segir Rapinoe í samtali við blaðið. Rapinoe hefur einnig beint spjótum sínum að forsvarsmönnum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gagnrýni sinni en heildarfjárhæðin sem lið fengu fyrir að taka þátt í heimsmeistaramótinu í karlaflokki var um það bil 400 milljónir dollara á meðan liðin sem léku á mótinu í kvennaflokki fengu tæpar 30 milljónir dollara.Getty/John LamparskiBandarískar þingkonur leggja málinu lið Nú hefur bandaríska kvennalandsliðið fengið aðstoð frá bandarískum þingkonum sem lagt hafa fram frumvarp sem ber nafnið „Lög um sanngjörn laun íþróttafólks“ og nær til alls íþróttafólks Bandaríkjanna. Þingkonurnar Dianne Feinstein frá Kaliforníu og Patty Murray frá Washington kynntu frumvarpið í gær en þær eru báðar í Demókrataflokknum. Verði þetta nýja frumvarp þingkvennanna samþykkt þá verður það ólöglegt hjá bandarísku íþróttasamböndunum að borga íþróttamönnum sínum mismikið eftir kyni. Hér heima var stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu kvenna- og karlalandsliðsins í byrjun ársins 2018 þegar bónusar sem Knattspyrnusamband Íslands greiðir leikmönnum liðanna fyrir hvert stig sem liðin fá í keppnisleikjum voru jafnaðir. Þær greiðslur sem liðin hafa til umráða eru hins vegar misháar vegna þeirra styrkja sem evrópska knattspyrnusambandið UEFA og FIFA greiða fyrir þátttöku á mótum á vegum alþjóðasambandanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, lét hafa eftir sér í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna á dögunum að ekki væri hægt að líkja saman þeim tekjum sem koma til vegna heimsmeistaramótanna í karla- og kvennaflokki. Ríkari hefð sé fyrir karlaknattspyrnu en kvennaknattspyrna njóti sívaxandi vinsælda í heiminum. Nú sé það verkefni sitt að auka tekjurnar í kringum kvennaknattspyrnu svo kvenkyns leikmenn fái meira í sinn hlut.Getty/John Lamparski
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira