Leita skuli leiða til að hindra að örnefni á ensku festi sig í sessi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 17:58 Frá brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Myndin er úr safni. Vegagerðin Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira