Ólafur: Menn fljótir á lyklaborðið Einar Kárason skrifar 13. júlí 2019 18:58 Ólafur og strákarnir hans hafa unnið tvo leiki í röð. vísir/bára „Mér fannst þetta í raun og veru aldrei í hættu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á ÍBV, 1-2, í dag. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum. Svo kom þetta víti. Við vitum að ÍBV-liðin gefast aldrei upp svo það var nú vitað að það væri von á því að þeir kæmu tímabundið til baka með áhlaup en það var gott að vera kominn í 2-0. Ég er ánægður með sigurinn. Stigin þrjú og spilamennskuna. Við erum ánægðir með hvernig leikmennirnir tóku ásinn á vellinum. Reynsla og þéttleiki og kannski einfaldleiki. Uppleggið gekk upp og stigin góð.“ FH hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir vont gengi á þeirra mælikvarða. Hvert kemst FH í sumar? „Í næsta leik á móti HK til að byrja með. Ég sagði eftir síðasta leik að fókusinn væri á að gera sig klára fyrir þennan leik hérna. Nú er hann búinn og það er smá pása þannig séð. Það er ekki hægt að komast á skrið ef menn fara á flug og missa sig eitthvað. Við einbeitum okkur bara að næstu æfingaviku og leiknum,“ sagði Ólafur. „Ég svo sem þykist vita hvert FH liðið getur farið en um leið og ég melda það út þá eru menn fljótir á lyklaborðið. Það bítur mann í rassgatið. Ég hef engan áhuga á að setja það í loftið.“ Blaðamaður spurði út í Jákup Thompsen eftir leik en hann fór meiddur af velli eftir að hafa fiskað vítið sem braut ísinn í leiknum. „Brotið. Ekki fiskað. Það var brotið á honum. Ástæðan fyrir því að ég greip inn í er að hann fiskaði ekki vítið heldur var brotið á honum. Hann fékk manninn ofan á sig. Á neðri legginn, kálfann. Hann fékk slink á hnéð því miður. Vonandi er það ekki alvarlegt en það er slæmt að missa hann en vonandi þegar bólgur hjaðna vitum við meira en við fyrsta kastið gat hann ekki haldið áfram.“ Ólafur var ánægður með þá sem komu inn á í leiknum. „Menn komu inn og stigu inn og þeir sem komu inn, Jónatan, Þórir og Atli, skiluðu góðu verki. Það var liðsheildin sem var sterk í dag,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47 Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Mér fannst þetta í raun og veru aldrei í hættu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á ÍBV, 1-2, í dag. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum. Svo kom þetta víti. Við vitum að ÍBV-liðin gefast aldrei upp svo það var nú vitað að það væri von á því að þeir kæmu tímabundið til baka með áhlaup en það var gott að vera kominn í 2-0. Ég er ánægður með sigurinn. Stigin þrjú og spilamennskuna. Við erum ánægðir með hvernig leikmennirnir tóku ásinn á vellinum. Reynsla og þéttleiki og kannski einfaldleiki. Uppleggið gekk upp og stigin góð.“ FH hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir vont gengi á þeirra mælikvarða. Hvert kemst FH í sumar? „Í næsta leik á móti HK til að byrja með. Ég sagði eftir síðasta leik að fókusinn væri á að gera sig klára fyrir þennan leik hérna. Nú er hann búinn og það er smá pása þannig séð. Það er ekki hægt að komast á skrið ef menn fara á flug og missa sig eitthvað. Við einbeitum okkur bara að næstu æfingaviku og leiknum,“ sagði Ólafur. „Ég svo sem þykist vita hvert FH liðið getur farið en um leið og ég melda það út þá eru menn fljótir á lyklaborðið. Það bítur mann í rassgatið. Ég hef engan áhuga á að setja það í loftið.“ Blaðamaður spurði út í Jákup Thompsen eftir leik en hann fór meiddur af velli eftir að hafa fiskað vítið sem braut ísinn í leiknum. „Brotið. Ekki fiskað. Það var brotið á honum. Ástæðan fyrir því að ég greip inn í er að hann fiskaði ekki vítið heldur var brotið á honum. Hann fékk manninn ofan á sig. Á neðri legginn, kálfann. Hann fékk slink á hnéð því miður. Vonandi er það ekki alvarlegt en það er slæmt að missa hann en vonandi þegar bólgur hjaðna vitum við meira en við fyrsta kastið gat hann ekki haldið áfram.“ Ólafur var ánægður með þá sem komu inn á í leiknum. „Menn komu inn og stigu inn og þeir sem komu inn, Jónatan, Þórir og Atli, skiluðu góðu verki. Það var liðsheildin sem var sterk í dag,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47 Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47
Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30