Myrkvuð Manhattan í lamasessi í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 09:55 Myrkrið í New York í gærkvöldi. Vísir/EPA Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019 Bandaríkin Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Sjá meira
Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019
Bandaríkin Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Sjá meira