Reglulega krotað og skotið á Douglas Dakota Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Flak Douglas Dakota á Sólheimasandi. Nordicphotos/Getty. Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira