Áhyggjur bannaðar Láru G. Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2019 07:00 Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun