Keppendum fækkar með hverri grein á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðir unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Mynd/Instagram/thedavecastro Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019 CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira