May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 14:31 May (t.h.) og Trump (t.v.) á G20-fundinum í Japan fyrr í sumar. Vísir/EPA Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15