Segir stjórnvöld ekki virða viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 20:45 Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga. Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga.
Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira