Formúla 1

Red Bull með hraðasta þjónustuhlé í sögu Formúlu 1

Bragi Þórðarson skrifar
Það tók ekki nema 1,91 sekúndu að skipta um öll fjögur dekkin á Red Bull bíl Pierre Gasly í breska kappakstrinum um helgina.
Það tók ekki nema 1,91 sekúndu að skipta um öll fjögur dekkin á Red Bull bíl Pierre Gasly í breska kappakstrinum um helgina. vísir/getty
Hvorki Max Verstappen né Pierre Gasly enduðu á verðlaunapalli í breska kappakstrinum um helgina. Red Bull fór þó ekki frá Silverstone tómhent þar sem liðið sló heimsmet í dekkjaskiptum á Formúlu 1 bíl í keppni.

Pierre Gasly kom inn á þjónustusvæðið á tólfta hring. Frá því Frakkinn stoppaði og þar til búið var að skipta um öll fjögur dekkin og hann farinn af stað aftur liðu 1,91 sekúnda. Fyrra metið var 0,01 sekúndu hægar en það átti einnig Red Bull liðið ásamt Williams.

Red Bull bílarnir voru sérstaklega merktir 007 um helgina til að kynna nýjustu James Bond myndina sem kemur í bíó næsta sumar. 

Ljóst var að þjónustuliðar Red Bull voru hvorki hristir né hrærðir þrátt fyrir að sjálfur James Bond, leikarinn Daniel Craig, var á staðnum að fylgjast með.




Tengdar fréttir

Uppgjör: Hamilton sigrar og Vettel með enn ein mistökin

Lewis Hamilton hefur nú unnið breska kappaksturinn alls sex sinnum, oftar en nokkur annar. Keppnin á Silverstone um helgina fer sennilega í sögubækurnar fyrir að vera einn sá allra skemmtilegasti frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×