Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 14:00 Mótmælandi með dánarorð Garner áletruð við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Sjá meira
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33
Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22