Ósýnilega ógnin Davíð Þorláksson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Filippseyjar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun