Ósýnilega ógnin Davíð Þorláksson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Filippseyjar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun