Lögregla stöðvaði framleiðslu falsaðra lúxusbíla Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 09:10 Falsaðir Lamborghini bílar í bígerð. AP/ Lögreglan í Itajaí Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi. Verksmiðjan, Autos Fibra, hafði auglýst starfsemi sína á Instagram og var með eigin YouTube rás. Lögreglu barst ábending um brot Autos Fibra og var ekki lengi að átta sig á hlutunum. Guardian greinir frá. Síðasta mánudag réðust lögreglumenn til atlögu og gerðu áhlaup á vörugeymslu í hafnarborginni Itajaí. Þar fundu lögreglumenn átta ökutæki, mis-tilbúin þó. Um var að ræða tvær Ferrari eftirlíkingar og sex Lamborghini eftirlíkingar.Enginn var handtekinn eftir aðgerðir lögreglu en tveir menn, feðgar, 53 ára og 29 ára verða ákærðir fyrir brot á hugverkalögum.„Þetta er glæpur þar sem að merki fyrirtækjanna og hönnun er tekin og notuð,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Angelo Fragelli. Bílarnir eru sagðir hafa verið sannfærandi í útliti en vélarnar voru teknar úr öðrum bílum þar á meðan úr Mitsubishi Eclipse, Alfa Romeo eða Chevrolet Omega.Segja fjölmiðla reyna að draga fyrirtækið í svaðið Lúxusbílar eins og þeir sem framleiddir voru hjá Autos Fibra kosta á bilinu 6 til 8 milljónir en ósviknir bílar á bilinu 50 til 83 milljónir króna. Autos Fibra hefur brugðist við ásökunum á hendur sér með myndbandi á YouTube, þar gagnrýnir fyrirtækið fjölmiðla fyrir að hafa reynt að draga þeirra heiðvirða fyrirtæki niður í svaðið. Við höfum ekki lokað. Starfsemin er eins og venjulega. Við munum klára þá bíla sem viðskiptavinir okkar hafa pantað, sagði annar mannanna og sagði fyrirtækið hafa verið starfandi í 25 ár. Lamborghini hyggst ekki kæra mennina en Ferrari hafði ekki svarað fyrirspurnum Guardian. Bílar Brasilía Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi. Verksmiðjan, Autos Fibra, hafði auglýst starfsemi sína á Instagram og var með eigin YouTube rás. Lögreglu barst ábending um brot Autos Fibra og var ekki lengi að átta sig á hlutunum. Guardian greinir frá. Síðasta mánudag réðust lögreglumenn til atlögu og gerðu áhlaup á vörugeymslu í hafnarborginni Itajaí. Þar fundu lögreglumenn átta ökutæki, mis-tilbúin þó. Um var að ræða tvær Ferrari eftirlíkingar og sex Lamborghini eftirlíkingar.Enginn var handtekinn eftir aðgerðir lögreglu en tveir menn, feðgar, 53 ára og 29 ára verða ákærðir fyrir brot á hugverkalögum.„Þetta er glæpur þar sem að merki fyrirtækjanna og hönnun er tekin og notuð,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Angelo Fragelli. Bílarnir eru sagðir hafa verið sannfærandi í útliti en vélarnar voru teknar úr öðrum bílum þar á meðan úr Mitsubishi Eclipse, Alfa Romeo eða Chevrolet Omega.Segja fjölmiðla reyna að draga fyrirtækið í svaðið Lúxusbílar eins og þeir sem framleiddir voru hjá Autos Fibra kosta á bilinu 6 til 8 milljónir en ósviknir bílar á bilinu 50 til 83 milljónir króna. Autos Fibra hefur brugðist við ásökunum á hendur sér með myndbandi á YouTube, þar gagnrýnir fyrirtækið fjölmiðla fyrir að hafa reynt að draga þeirra heiðvirða fyrirtæki niður í svaðið. Við höfum ekki lokað. Starfsemin er eins og venjulega. Við munum klára þá bíla sem viðskiptavinir okkar hafa pantað, sagði annar mannanna og sagði fyrirtækið hafa verið starfandi í 25 ár. Lamborghini hyggst ekki kæra mennina en Ferrari hafði ekki svarað fyrirspurnum Guardian.
Bílar Brasilía Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira