Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 14:30 Chris Paul lék með Houston Rockets á síðasta tímabili og var með 15,6 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann fékk 4,5 milljarða íslenskra króna en fær mun meira fyrir næstu tímabil. Getty/Tim Warner Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri. Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.ESPN story on the Oklahoma City Thunder and Chris Paul preparing for the likelihood that they'll start the 2019-20 season together. https://t.co/kIKZHymk28 — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 17, 2019Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari. Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu. Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst. Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22. Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22. Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.Here is the formula for why: *40% of players under contract cannot be traded * There are no teams with significant cap space (ATL has the most @ $7M) * Biggest trade exception is GSW ($17.2M) who is hard capped- next is DAL @ $11.8M https://t.co/H6FExQmTAf — Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 17, 2019 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri. Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.ESPN story on the Oklahoma City Thunder and Chris Paul preparing for the likelihood that they'll start the 2019-20 season together. https://t.co/kIKZHymk28 — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 17, 2019Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari. Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu. Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst. Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22. Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22. Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.Here is the formula for why: *40% of players under contract cannot be traded * There are no teams with significant cap space (ATL has the most @ $7M) * Biggest trade exception is GSW ($17.2M) who is hard capped- next is DAL @ $11.8M https://t.co/H6FExQmTAf — Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 17, 2019
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira