Mannréttindabrot og fríverslunarsamningur fari ekki saman Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2019 15:04 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að íslensk stjórnvöld hafi átt að bíða með að fullgilda fríverslunarsamning við Filippseyjar þar til ástandið í mannréttindamálum batnaði. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, spyr hvort endalaust sé hægt að fordæma mannréttindabrot með annarri hendi en skrifa undir viðskiptasamninga með hinni. Alþingi samþykkti í maí stjórnartillögu um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja. Í pistli sem Rósa Björk skrifaði á Facebook fjallaði um ályktun Íslands sem Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykktu á dögunum um stöðu mannréttinda á Filippseyjum.Sjá nánar: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Hún segir að það sé ánægjulegt að sjá hversu vel starfsfólk utanríkisráðuneytisins við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna standi sig. Eins sé gott að Ísland ætli sér greinilega að nýta sæti sitt í ráðinu vel. „Varðandi Filippseyjar og verðskuldaðar fordæmingar okkar í ráðinu á grófum mannréttindabrotum sem leiddar hafa verið af [Rodrigo] Duterte forseta, er samt erfitt að skilja af hverju Ísland gerði fríverslunarsamning við Filippseyjar í byrjun sumars en beið ekki með það á meðan mannréttindabrotum þar myndi linna eða rannsókn Stríðsglæpadómstólsins í Haag væri lokið,“ skrifar Rósa Björk. Rósa Björk segir ennfremur að þau Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður þingmannanefndar EFTA, hafi ekki talið að mannréttindabrot og fríverslunarsamningur fari saman. Rósa Björk, Smári, Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Rósa og Smári skiluðu inn nefndaráliti minnihluta utanríkismálanefndar þar sem þau gagnrýna að fullgilda eigi glænýjan samning við Filippseyjar þrátt fyrir að forystumenn hafi brotið gróflega gegn mannréttindum. EFTA-ríkin hafi verið í kjöraðstöðu til að stöðva vinnu við samningsgerðina á meðan beðið væri eftir að ástand í mannréttindamálum myndi batna. „Ýmis mannréttindasamtök og stofnanir sem starfa á sviði mannréttinda hafa harðlega gagnrýnt ástand mannréttindamála í forsetatíð Duterte og nú er svo komið að samkvæmt opinberum tölur á Filippseyjum hafa 5.000 manns verið drepin af lögreglu án dóms og laga á 16 mánaða tímabili, frá júlí 2016 til nóvember 2017, að fyrirskipan Duterte sem hvatti til morða á eiturlyfjaneytendum og eiturlyfjasölum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar áætlað að fjöldi fórnarlamba sé á bilinu 12–20 þúsund“. Það skjóti skökku við að fullgilda fríverslunarsamning á sama tíma og ástandið í mannréttindamálum sé jafn slæmt og raun ber vitni. Í raun sé óskiljanlegt að leggja svo mikla áherslu á fullgildingu fríverslunarsamnings við landið á meðan Duterte er við völd og sýnir engin merki um að milda stjórnarhætti sína. Filippseyjar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, spyr hvort endalaust sé hægt að fordæma mannréttindabrot með annarri hendi en skrifa undir viðskiptasamninga með hinni. Alþingi samþykkti í maí stjórnartillögu um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja. Í pistli sem Rósa Björk skrifaði á Facebook fjallaði um ályktun Íslands sem Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykktu á dögunum um stöðu mannréttinda á Filippseyjum.Sjá nánar: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Hún segir að það sé ánægjulegt að sjá hversu vel starfsfólk utanríkisráðuneytisins við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna standi sig. Eins sé gott að Ísland ætli sér greinilega að nýta sæti sitt í ráðinu vel. „Varðandi Filippseyjar og verðskuldaðar fordæmingar okkar í ráðinu á grófum mannréttindabrotum sem leiddar hafa verið af [Rodrigo] Duterte forseta, er samt erfitt að skilja af hverju Ísland gerði fríverslunarsamning við Filippseyjar í byrjun sumars en beið ekki með það á meðan mannréttindabrotum þar myndi linna eða rannsókn Stríðsglæpadómstólsins í Haag væri lokið,“ skrifar Rósa Björk. Rósa Björk segir ennfremur að þau Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður þingmannanefndar EFTA, hafi ekki talið að mannréttindabrot og fríverslunarsamningur fari saman. Rósa Björk, Smári, Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Rósa og Smári skiluðu inn nefndaráliti minnihluta utanríkismálanefndar þar sem þau gagnrýna að fullgilda eigi glænýjan samning við Filippseyjar þrátt fyrir að forystumenn hafi brotið gróflega gegn mannréttindum. EFTA-ríkin hafi verið í kjöraðstöðu til að stöðva vinnu við samningsgerðina á meðan beðið væri eftir að ástand í mannréttindamálum myndi batna. „Ýmis mannréttindasamtök og stofnanir sem starfa á sviði mannréttinda hafa harðlega gagnrýnt ástand mannréttindamála í forsetatíð Duterte og nú er svo komið að samkvæmt opinberum tölur á Filippseyjum hafa 5.000 manns verið drepin af lögreglu án dóms og laga á 16 mánaða tímabili, frá júlí 2016 til nóvember 2017, að fyrirskipan Duterte sem hvatti til morða á eiturlyfjaneytendum og eiturlyfjasölum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar áætlað að fjöldi fórnarlamba sé á bilinu 12–20 þúsund“. Það skjóti skökku við að fullgilda fríverslunarsamning á sama tíma og ástandið í mannréttindamálum sé jafn slæmt og raun ber vitni. Í raun sé óskiljanlegt að leggja svo mikla áherslu á fullgildingu fríverslunarsamnings við landið á meðan Duterte er við völd og sýnir engin merki um að milda stjórnarhætti sína.
Filippseyjar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15