Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 19:01 Minnismerkið sem verður sett upp við Ok í ágúst. Andri Snær skrifaði textann á plagginu. skjáskot Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“ Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“
Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira