Buðu styrki og bónusa fyrir lykilfólk í tímabundnu starfi Ari Brynjólfsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri gerði samkomulag árið 2012 við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans um að hún fengi námsstyrk í skiptum fyrir að starfa áfram í minnst tvö ár. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sérhæfð verkefni og tímabundnar ráðningar knúðu stjórnendur Seðlabankans til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins á árunum eftir að það var sett á fót í september 2009, ekki síst eftir að umræða um nauðsyn þess að losa fjármagnshöft magnaðist og starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins varð meðvitaðra um að störfum þess í bankanum gæti lokið. Þetta kemur fram í greinargerð sem Arnar Þór Stefánsson lögmaður vann fyrir Seðlabankann. Í greinargerðinni segir að það hafi flækt verkefni sviðsins að halda í mannafla þar sem gert var ráð fyrir að starfsemin yrði tímabundin. Varð vandinn stærri með tímanum þar sem starfsfólkið varð æ verðmætara „vegna þeirrar einstöku reynslu sem það hafði safnað“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Beitt var ýmsum ráðum svo sem lengri uppsagnarfrestum og síðar bónusgreiðslum ef starfsmenn væru í starfi á ákveðnum lykildagsetningum sem miðuðust gjarnan við áfanga varðandi losun hafta,“ segir í greinargerðinni. „Í einstaka tilfellum var lykilstarfsmönnum lofað framtíðarstarfi í bankanum ef talið var að þeir myndu örugglega nýtast víðar.“ Árið 2015 var sérstakur álagstoppur í starfi gjaldeyriseftirlitsins, var þá gengið frá uppgjöri slitabúanna. Einnig síðla sumars 2016 þegar haldið var stórt útboð á aflandskrónum. „Mæddi þá mikið á Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, en hún var einnig fulltrúi bankans í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. Greiddar voru álagsgreiðslur til starfsmanna vegna þessarar vinnu,“ segir í greinargerðinni. Fékk Ingibjörg þó minna en aðrir þar sem álagstoppar voru hluti af hennar starfi.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, á blaðamannafundi árið 2013.FBL/PJETURIngibjörg ræddi um möguleg starfslok í lok árs 2011, bæði vegna álags „en einnig vegna vissrar óánægju með það ferli sem þá var í gangi við losun hafta og að aðkoma gjaldeyriseftirlitsins að því væri ekki nægilega mikil“. Samkvæmt munnlegu samkomulagi hélt hún áfram starfi sínu gegn vilyrði bankans fyrir námsstyrk frá bankanum við starfslok. Hún fór svo í leyfi árið 2016 til að fara í nám við Harvard-háskóla og sagði starfi sínu lausu í lok árs 2017. Á því tímabili vann hún að gerð greinargerðar sem tengdist alþjóðasamningum sem nýttist að sögn í stefnumótunarvinnu bankans. Blaðamanni Fréttablaðsins var synjað um aðgang að efni samnings Ingibjargar við Seðlabankann en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að bankanum beri að afhenda skjalið. Bankinn hefur hins vegar farið fram á að réttaráhrifum þess úrskurðar verði frestað. Heimild til slíkrar frestunar er bundin því skilyði að málinu verði skotið til dómstóla innan sjö daga frá því að fallist er á frestunina. Í fyrrnefndri greinargerð bankans til úrskurðarnefndarinnar segir um samninginn að opinber birting samningsins gæti dregið úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það er talið nauðsynlegt til að stefna ekki verkefnum bankans í hættu. Þá kunni opinber birting samningsins eins og hann sé úr garði gerður, án framangreindrar forsögu, að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins. Með því að Fréttablaðið birtir hér þá forsögu sem lögmaður Seðlabankans telur forsendu birtingar samningsins, mun blaðið krefjast þess að frestun réttaráhrifa úrskurðarins verði hafnað og blaðamanni Fréttablaðsins send umbeðin gögn án tafar. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Sérhæfð verkefni og tímabundnar ráðningar knúðu stjórnendur Seðlabankans til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins á árunum eftir að það var sett á fót í september 2009, ekki síst eftir að umræða um nauðsyn þess að losa fjármagnshöft magnaðist og starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins varð meðvitaðra um að störfum þess í bankanum gæti lokið. Þetta kemur fram í greinargerð sem Arnar Þór Stefánsson lögmaður vann fyrir Seðlabankann. Í greinargerðinni segir að það hafi flækt verkefni sviðsins að halda í mannafla þar sem gert var ráð fyrir að starfsemin yrði tímabundin. Varð vandinn stærri með tímanum þar sem starfsfólkið varð æ verðmætara „vegna þeirrar einstöku reynslu sem það hafði safnað“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Beitt var ýmsum ráðum svo sem lengri uppsagnarfrestum og síðar bónusgreiðslum ef starfsmenn væru í starfi á ákveðnum lykildagsetningum sem miðuðust gjarnan við áfanga varðandi losun hafta,“ segir í greinargerðinni. „Í einstaka tilfellum var lykilstarfsmönnum lofað framtíðarstarfi í bankanum ef talið var að þeir myndu örugglega nýtast víðar.“ Árið 2015 var sérstakur álagstoppur í starfi gjaldeyriseftirlitsins, var þá gengið frá uppgjöri slitabúanna. Einnig síðla sumars 2016 þegar haldið var stórt útboð á aflandskrónum. „Mæddi þá mikið á Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, en hún var einnig fulltrúi bankans í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. Greiddar voru álagsgreiðslur til starfsmanna vegna þessarar vinnu,“ segir í greinargerðinni. Fékk Ingibjörg þó minna en aðrir þar sem álagstoppar voru hluti af hennar starfi.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, á blaðamannafundi árið 2013.FBL/PJETURIngibjörg ræddi um möguleg starfslok í lok árs 2011, bæði vegna álags „en einnig vegna vissrar óánægju með það ferli sem þá var í gangi við losun hafta og að aðkoma gjaldeyriseftirlitsins að því væri ekki nægilega mikil“. Samkvæmt munnlegu samkomulagi hélt hún áfram starfi sínu gegn vilyrði bankans fyrir námsstyrk frá bankanum við starfslok. Hún fór svo í leyfi árið 2016 til að fara í nám við Harvard-háskóla og sagði starfi sínu lausu í lok árs 2017. Á því tímabili vann hún að gerð greinargerðar sem tengdist alþjóðasamningum sem nýttist að sögn í stefnumótunarvinnu bankans. Blaðamanni Fréttablaðsins var synjað um aðgang að efni samnings Ingibjargar við Seðlabankann en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að bankanum beri að afhenda skjalið. Bankinn hefur hins vegar farið fram á að réttaráhrifum þess úrskurðar verði frestað. Heimild til slíkrar frestunar er bundin því skilyði að málinu verði skotið til dómstóla innan sjö daga frá því að fallist er á frestunina. Í fyrrnefndri greinargerð bankans til úrskurðarnefndarinnar segir um samninginn að opinber birting samningsins gæti dregið úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það er talið nauðsynlegt til að stefna ekki verkefnum bankans í hættu. Þá kunni opinber birting samningsins eins og hann sé úr garði gerður, án framangreindrar forsögu, að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins. Með því að Fréttablaðið birtir hér þá forsögu sem lögmaður Seðlabankans telur forsendu birtingar samningsins, mun blaðið krefjast þess að frestun réttaráhrifa úrskurðarins verði hafnað og blaðamanni Fréttablaðsins send umbeðin gögn án tafar.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00