Bein útsending: Bára Halldórsdóttir ein heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 17:28 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira