Tvær af þungavigtarþjóðum fótboltans þyrstir í árangur og mætast í leik upp á líf eða dauða í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:45 Lionel Messi í síðasta leik sínum á móti Brasilíu. Messi og félagar hafa ekki unnið Brasilíumenn í fjórtán ár. Getty/Michael Dodge Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum. Copa América Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum.
Copa América Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira